Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda Innanfélagsmót hér á Hvaleyrarvelli er þetta fyrsta og eina innanfélagsmótið sem verður haldið í sumar. Mótið mun einnig verða undankeppni í Bikarnum en 16 efstu í punktakeppninni leika síðan holukeppni í sumar um titilinn Bikarmeistari Keilis 2018. Í holukeppninni verður tekið 3/4 af mismuni grunnforgjafar til að ákveða mun á milli forgjafar í holukeppninni einsog tíðkast hefur síðustu ár. Kylfingar fá svo 2-3 vikur til að ljúka hverjum leik og ættu úrslit að ráðast seinna í sumar. Glæsileg verðlaun eru og í boði á miðvikudag og má sjá betur á auglýsingunni með fréttinni.