Öldungastarf 2017-07-12T12:15:32+00:00

Öldungastarf Keilis

Keilir stendur fyrir reglulegum æfingum undir handleiðslu kennara fyrir þá sem eru forgjafarlægstir í flokki karla og kvenna í öldungaflokkum.

Þjálfarar og liðsstjórar Keilis í báðum flokkum velja kylfinga til að taka þátt í þessum æfingum. Æfingarnar fara fram á miðvikudögum frá klukkan 19-20 og byrja í mars 2017 og standa yfir þangað til sveitakeppni öldunga fara fram í ágúst.

Fyrir þetta greiða þátttakendur í æfingunum 25.000 krónur fyrir tímabilið, innifalið eru boltar á æfingasvæðinu.

Karlarnir leika í Sandgerði og konurnar leika í Vestmannaeyjum dagana 18. til 20. ágúst 2017.

Hvernig valið er í keppnissveitir kylfinga 50 ára og eldri.

Liðið eru skipað níu kylfingum og liðstjóra bæði í kvenna og karlaflokki.

1)     Sigurvegari á LEK móti án forgjafar sem kylfingur frá GK.
2)     Fimm af tíu golfhringir punktar án forgjafar.
–         Fjórir hringir á meistaramóti Keilis
–         Fimm x 18 holu hringir á Hvaleyrarvelli
–         Ping mótið á LEK mótaröðinni 4. júní.
–         Fimm efstu kylfingarnir á mótaröð eldri kylfinga án forgjafar spila sig inn í liðið.

3)     Þrír kylfingar eru valdir af liðstjóra sveitarinnar

Til hliðsjónar:

Forgjöf, árangur og ástundun í mót og á æfingum, hegðun og háttvísi.

Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Keilis