Stækkun golfskálans

Það var strax á haustdögum 2016 sem ákvörðun var tekin að stækka þyrfti golfskálann okkar til við gætum haldið Íslandsmót í golfi á þann veg sem við vildum. Sótt var um styrk til Mennta og menningarmálaráðuneytisins um styrk til aðstöðu uppbyggingar vegna Íslandsmóts í golfi 2017. Það er talsverð hefð komin fyrir því að golfklúbbar fyrir utan höfuðborgarsvæðið fái styrk til þessa. Í janúar 2017 kom svar frá ráðuneytinu að við hefðum fengið 2 miljóna styrk til verksins og var því hafist handa við að loka undir svalirnar báðum meginn við veislusalinn. Til verksins var ráðinn arkitektinn Halli Friðgeirs og var hann, ásamt Brynju og Óla Þór, teymið sem mynduðu bygginganefnd um stækkun skálans. Útkomuna þekkja allir félagsmenn og sést mikil ánægja þeirra með breytingarnar í viðhorfskönnun Keilis í ár. Virkilega skemmtilegt verkefni sem við munum öll njóta til margra ára.