Umhverfisvottun GEO

Í ár var komið að endurvottun á umhverfisvottun GEO. Til landsins kom sérfræðingur að nafni Mike Woods til að klára vottunina með okkur. Talsverð vinna hefur farið fram á síðastliðnum þremur árum til að geta uppfyllt vottunina núna í annað skiptið. Keilir fékk staðfestingu núna á síðustu dögum að umsókn okkar hafi staðist allar skoðanir hjá Mike Woods og erum við því með vottun til næstu þriggja ára. Svona ferli er mjög þroskandi fyrir alla starfsemi klúbbsins og starfsfólk. Við erum búin að læra margt á síðustu árum og erum ávallt að bæta okkur í umgengni við umhverfi okkar og náttúru. Vottunin hefur verið mikið og stórt vopn í samskiptum okkar við bæjaryfirvöld en eins og félagsmenn vita þá er umhverfisvitund, hvort sem er embættismanna eða almennings, að aukast mikið. Í dag eru einungis þrír golfvellir með vottun og erum við því mjög stolt af þesum áfanga.

 

Umhverfisverðlaun Hafnarfjarðarbæjar

Árlega eru fyrirtækjum og einstaklingum veitt viðurkenning fyrir fegrun á umhverfi eða garði sínum. Það var því mjög gaman að í ár var Keili veitt þessi viðurkenning. Það voru tveir fulltrúar Keilis sem mættu og tóku við verðlaununum. Arnaldur aðstoðavallarstjóri og Sveinn Sigurbergsson en eins og flestir þeir sem leika vellina okkar vita, þá hefur Sveinn sýnt umhverfi golfskálans mikinn áhuga. Sveinn hefur síðastliðin ár verið ótrúlega duglegur við fegrun umhverfis okkar. Og eigum við honum miklar þakkir fyrir þá vinnu.