Mótahald

Hvaleyrarbikarinn

Á nýliðnu ári var í annað skiptið haldið á heimavelli okkar nýtt mót sem hefur hlotið nafnið Hvaleyrarbikarinn. Mótið var í ár haldið aftur í frábæru samstarfi við Borgun. Mótið er og verður hluti af Eimskipsmótaröðinni og er stefna okkar hér að það verði fastur liður í mótahaldi okkar Keilismanna. Þetta mót er ólíkt mótum undanfarinna ára að því leiti að því er eignaður fastur tími á hverju ári, um miðjan júlí mánuð. Mótið tókst aftur frábærlega í alla staði, völlurinn skartaði sínu fegursta og skor leikmanna voru mjög góð. Sigurvegarar í þetta skiptið voru Vikar Jónasson og Karen Guðnadóttir. Þeirra nöfn verða á Hvaleyrarbikarnum um ókomna tíð.

Við í stjórn Keilis erum sannfærð um það að fámenn mót sem mynda má sterka hefð um, mót sem einungis sterkustu kylfingar landsins leika í keppni við erlenda boðsgesti sé rétta leiðin til framtíðar. Hvaleyrarbikarinn mun þannig öðlast fastan sess og tryggja aukin gæði mótahalds á Íslandi til framtíðar. Hvaleyrarbikarinn er afsprengi mikillar vinnu sem farið var í til að enduskipuleggja mótahald hjá Golfsambandi Íslands.

Fyrirtækjamót

Golfvöllur Keilis var leigður út til fyrirtækja eins og undanfarin ár alls voru þetta 8 skipti sem  völlurinn var lokaður hluta úr degi, oftast var völlurinn opnaður aftur um þrjú leytið.Auk þessa voru ýmis fyrirtæki og félagasamtök  með rástíma 1 til 2 tíma í senn.

Haukar, FH, Landsbankinn, VM, og Rio Tinto Alcan héldu sín árlegu golfmót hjá okkur.

Meistaramót Keilis 2017 haldið 2. –  8. Júlí. Þátttakendur 290

Klúbbmeistarar Keilis 2017

Meistaraflokkur karla Birgir Björn Magnúson 297 högg
Meistaraflokkur kvenna Hafdís Alda Jóhannsdóttir 313 högg

Sigurvegarar í öðrum flokkum

1. flokkur karla Ásgeir Jón Guðbjartsson 307 högg
1. flokkur kvenna Anna Snædís Sigmarsdóttir 334 högg
2. flokkur karla Guðni Siemsen Guðmundsson 332 högg
2. flokkur kvenna Margrét Sigmundsdóttir 362 högg
3. flokkur karla Einar Páll Pálsson 353 högg
3. flokkur kvenna Birna Ágústsdóttir 398 högg
4. flokkur karla Reynir Kristjánsson 281 högg
4. flokkur kvenna Anna Sigríður Gunnarsdóttir punktar
5. flokkur karla Bergur Ingi Ólafsson punktar
Öldfl KK 55+ 0-15,4 fgj Tryggvi Þór Tryggvason 239 högg
Öldfl KK 55+ 15,5-34 fgj Steingrímur Hálfdánarsson 265 högg
Öldfl KK 55+ 18,5-34 fgj Ásthildur Sólrún Grímsdóttir 329 högg
Öldfl KK 70+ Björn Finnbjörnsson 242 högg
Öldfl KVK 70+ Sigrún Margrét Ragnarsdóttir 259 högg
Strákar 15-16 ára Svanberg Addi Stefánsson 242 högg
Telpur 15-16 ára Inga Lilja Hilmarsdóttir 278 hög
Strákar 14 ára og yngri Arnar Logi Andrason 261 högg
Stelpur 14 ára og yngri Ester Amíra Ægisdóttir 340 högg
Stúlkur 17-18 ára Thelma Björt Jónsdóttir 281 högg

Meistaramót barna  2014 haldið á Sveinskotsvelli  2. –  4. Júlí. Þátttakendur voru  11 efnilegir drengir og stúlkur

Strákar

1. sæti Oddgeir Jóhannson
2. sæti Brynjar Logi Bjarnþórsson
3. sæti Birgir Páll Jónsson

Stelpur

1. sæti Lilja Dís Hjörleifsdóttir
2. sæti Heiðdís Edda Guðnadóttir
3. sæti Ebba Guðríður Ægisdóttir

Hola í höggi

Eftirtaldir kylfingar fóru holu í höggi á árinu 2017 og tilkynntu til Einherjaklúbbsins.

Hvaleyrarvöllur

Helgi Svanberg Ingason, 24.08.2017, 6. braut
Jóhannes Jónsson, 04.08.2017, 4. braut
Andri Ragnarsson, 03.08.2017, 6. braut
Karen Guðnadóttir, 30.07.2017, 6. braut
Brynjar Gauti Sveinsson, 27.07.2017, 10. braut
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 26.06.2017, 10. braut
Magnús Hjörleifsson, 05.06.2017, 6. braut
Pall Arnar Erlingsson, 05.06.2017, 6. braut