Heimasíða

Á þessu ári var tekin í notkun ný vefsíða klúbbsins. Vefstofan Kasmír, með Daníel Rúnarsson í broddi fylkingar, sá um verkið er það einróma álit að einstaklega vel hefur tekist til. Daði Janusson sá um verkefnastýringu fyrir hönd Keilis. Í nútímaheim er nauðsynlegt að uppfæra vefsíður á ekki meira en 3-5 ára fresti. Síðan var öll einfölduð og áhersla lögð á notagildi og fallegt myndefni.

Útkomun má sjá daglega á keilir.is. 

Instagram

Instagram síða okkar heldur áfram að safna fylgjendum, sérstaklega á meða erlendra kylfinga og eru fjölmargir sem fylgjast með henni. Helga Guðmundsdóttir hefur haft yfirumsjón með síðunni og passað að þangað rati myndir sem eiga vel við rekstur okkar á hverjum tíma. Einnig hafa félagar Keilis, sem og gestir sem sækja okkur að, verið duglegir að merkja sínar Instagram myndir með #keilirgolf, en þær myndir skila sér inn á nýja vefsíðu klúbbsins.