Á aðalfundi Keilis sem haldinn var í Golfskála Keilis þriðjudaginn 10. desember 2016 var stjórn þannig kosin:

Arnar Atlason var kosinn formaður til eins árs. Ellý Erlingsdóttir, Guðmundur Óskarsson og Sveinn Sigurbergsson voru endurkjörin til stjórnarsetu til tveggja ára. Fyrir í stjórn sátu Davíð Arnar Þórsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson.

Stjórn Keilis var því þannig skipuð síðastliðið starfsár:

 • Arnar Atlason, formaður
 • Sveinn Sigurbergsson, varaformaður
 • Davíð Arnar Þórsson, ritari
 • Guðmundur Óskarsson, gjaldkeri
 • Guðbjörg Erna Guðmundsóttir, meðstjórnandi
 • Daði Janusson, meðstjórnandi
 • Ellý Erlingsdóttir formaður, meðstjórnandi

Endurskoðendur ársreiknings

Aðalmaður, Gunnar Hjaltalín og til vara Sigurður T Sigurðsson.

Á starfsárinu voru haldnir 10 formlegir stjórnarfundir, auk fjölmargra nefndafunda og annarra vinnufunda.
Í upphafi starfsársins 2017 voru 1.360 félagar í Golfklúbbnum Keili, en í lok árs eru þeir 1.332. Þar af eru 313 félagar skráðir á Sveinskotsvöll. Í ár fækkaði félögum því um 28.

20 manns hafa sótt um félagsaðild fyrir 2018.

Heilsársstarfsmenn

 • Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri
 • Bjarni Hannesson, vallastjóri
 • Arnaldur Birgisson, aðstoðarvallastjóri
 • Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, aðstoðarvallastjóri
 • Pétur Gærdbo Árnason, skrifstofa
 • Kristinn Kristinsson, Hraunkot
 • Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri
 • Björgvin Sigurbergsson, afrekstjóri
 • Birgir Gunnlaugsson, verkstæði

Aðrir vallarstarfsmenn

Ásgeir Þórðarson, Sigurður Þorgeirsson, Guðmundur Atlir Arnarsson, Snorri Már Stefánsson, Jón Ágúst Sturluson, Fjölnir Eiríksson, Sindri Jónsson, Bjarki Freyr Ragnarsson, Lukasz Bednarek, Atli Þór Grétarsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Fannar Þór Ragnarsson, Ólafur Andri Davíðsson, Þór Breki Davíðsson.

Heilsársstarfsmenn á golfvellinum þetta árið voru til að byrja með fimm, en ekki fjórir eins og hefur tíðkast. Ástæðan fyrir því að starfsmenn voru fimm talsins var sú að Guðbjartur Ísak var í barneignarleyfi í upphafi árs og í hans stað var Ásgeir Þórðarson ráðin yfir allan veturinn til að tryggja æskileg afköst við brýningarþjónustu klúbbsins. Ásgeir starfaði yfir sumarið en fór í nám um haustið. Birgir Gunnlaugsson ákvað að færa sig um set í byrjun október og hóf hann störf hjá Íslyft ehf. Þökkum við honum fyrir vel unnin störf undanfarin 4 ár. Þegar þetta er skrifað er enn verið að leita af starfsmanni til að leysa hann af á verkstæði klúbbsins.

Til viðbótar voru 4-5 vinnuskólaunglingar að störfum í hverri viku frá miðjum júní fram í ágúst. Unglingarnir voru flestir ungir kylfingar í klúbbnum á aldrinum 14-16 ára. Þau löguðu boltaför, fylltu í kylfuför og rökuðu glompur. Þessi hópur krakka er mikilvægur fyrir klúbbinn því úr þessum hópi koma oftast framtíðar starfsmenn. Við þökkum þeim því þeirra mikilvæga framlag.

Eftirlitsmenn og ræsar
Baldvin Jóhannsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðbjartur Þormóðsson og Ágúst Húbertsson.

Starfsfólk í golfvöruverslun
Lilja Rut Pálsdóttir, Ólöf Rún Jónsdóttir og Melkorka Sif Smáradóttir.

Starfsfólk í Hraunkoti
Kristinn S. Kristinsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Vikar Jónasson, Hekla Sóley Arnarsdóttir, Ísak Jasonarson, Benedikt Sveinsson og Hildur Rún Guðjónsdóttir.

Þjónustusamningar
Brynja Þórhallsdóttir: Eldhús og veitingar.
Þrif ehf: Ræstingar

Nefndir (sbr skilgreind svið)

Íþróttanefnd (Forgjafarnefnd, Nýliðanefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Karl Ómar Karlsson, Arnar Borgar Atlason, Davíð Arnar Þórsson, Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Þór Ágústsson.

Rekstrarnefnd (Kappleikjanefnd)
Guðmundur Óskarsson, Guðbjörg Erna Guðmundsóttir, Ellý Erlingsdóttir og Ólafur Þór Ágústsson.

Mannvirkjanefnd (Vallarnefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Bjarni Hannesson, Guðmundur Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir, Arnar Atlason, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Birgisson.

Markaðsnefnd (Skemmtinefnd)
Daði Janusson, Davíð Arnar Þórsson og Ólafur Þór Ágústsson.

Öldunganefnd
Guðbjörn Ólafsson og Anna Snædís Sigmarsdóttir.

Aganefnd
Hálfdan Þór Karlsson.

Orðunefnd
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason og Ágúst Húbertsson.

Kvennanefnd
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður, Matthildur Helgadóttir gjaldkeri, Agla Hreiðarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Svava Skúladóttir.

Laganefnd
Karl Ó Karlsson, Jóhann Níelsson og Sveinn Snorrason.

Foreldraráð
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri, Hjörleifur Hjörleifsson, Harpa Sævarsdóttir, Ægir Örn, Sigþór Marteinsson og Ásgeir Vilhjálmsson.