06/05/2015

Malbikun hafin í Hrauninu

Malbikun hafin í Hrauninu

Þá má segja að vorboði síðustu ára sé kominn, enn það er malbikunarlykt úr Hrauninu. Í dag var hafist handa við að malbika göngustígana frá 8 flöt að krossgötunum sem malbikuð voru í fyrra og einnig frá sömu krossgötum og að annarri braut. Einnig verður þjónustuvegur sem liggur niður að göngustígnum niður að sjó malbikaður ásamt litlu plani fyrir utan áhaldahúsið. Til stóð að þetta verk ætti að vera löngu búið enn vegna slæms tíðarfars hefur ekki verið hægt að klára verkið. Enn er stefnt að opnun 14. maí, enn það eru á hreinu að veðurguðirnir verða að fara að blása hlýrri vindum til okkar svo það geti gengið eftir.

malbikun_2

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði