Hraunkot
Í Hraunkoti er glæsileg heilsárs æfingaaðstaða. Hægt er að slá bolta utandyra allt árið um kring úr upphituðum básum inn á upplýst æfingasvæði. Stórt svæði er tileinkað stutta spilinu utandyra en einnig er hægt að æfa pútt og styttri vipp innandyra.
Í Hraunkoti er TrackMan Range er byltingakennd radar mælingartækni sem veitir lykilupplýsingar fyrir hvert slegið högg á útisvæðinu. Þegar högg hefur verið slegið eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill birtist í rauntíma á skjá, á bæði einfaldan og skýran hátt. Í hverjum bás er 21 tommu skjáir og greiningarbúnaður í öllum básum í nýja skýlinu í Hraunkoti og geta þá félagsmenn og gestir séð nákvæma sýndargreiningu á golfhöggum sínum eða leika sína uppáhalds golfvelli á æfingasvæðinu. Ásamt því að geta stundað allskonar æfingar sem eru í kerfinu.
Golfhermar af nýjustu kynslóð eru uppsettir í Hraunkoti og er aðgangur að þeim opinn öllum.
Opnunartími
Nú er Hraunkot orðið mannlaust og verður einungis hægt að versla bolta beint úr boltavélunum
Hægt er að versla boltakort í golfverslun Keilis milli 8:00-16:00. Seinna meir verður hægt að versla beint úr GolfMore appinu
Æfingaskýlin eru opin alla daga allan sólarhringinn, kveikt er á flóðsljósunum til klukkan 23:00 alla daga vikunnar
Golfhermar
Í Hraunkoti eru tveir TM iO Trackman hermar. TM iO Hermarnir eru nýjung í vörulínunni hjá Trackman og eru þeir sérstaklega hannaðir fyrir innanhúss notkun. TM iO eru staðsettir upp í loftinu sem gerir það að verkum að nákvæmni mælinga er enn meiri. Þessir hermar hafa fengið mjög góða dóma hjá notendum og helstu sérfræðingum í golfhermaheiminum.
Yfir 280 af vinsælustu golfvöllum heimsins eru í kerfinu og mun Hvaleyrarvöllur bætast í hóp þeirra þegar fram líða stundir.
Hægt er að panta tíma á netinu hér
Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.
Verðskrá
Klukkustundin kostar 3.500 krónur fyrir klukkan 14:00 alla virka daga
Klukkustundin kostar 4.200 krónur eftir klukkan 14:00 alla virka daga og um helgar