Hraunkot

Í Hraunkoti er glæsileg heilsárs æfingaaðstaða. Hægt er að slá bolta utandyra allt árið um kring úr upphituðum básum inn á upplýst æfingasvæði. Stórt svæði er tileinkað stutta spilinu utandyra en einnig er hægt að æfa pútt og styttri vipp innandyra.

Golfhermar af nýjustu kynslóð eru uppsettir í Hraunkoti og er aðgangur að þeim opinn öllum.

Sími í Hraunkoti er 565-3361

Opnunartími

Opnunartími afgreiðslu Hraunkots

Afgreiðsla Hraunkots lokar 15. maí og verður einungis hægt að versla beint úr boltavélunum.

Boltakort verður hægt að versla í golfverslun Keilis og seinna meir Golfmore appinu.

Æfingaskýlin eru opin alla daga allan sólarhringinn, kveikt er á flóðljósum til klukkan 23:30 alla daga vikunnar

Til 15. maí verður afgreiðsla Hraunkots opin sem hér segir, eftir það lokar hún og færist í golfverslun Keilis.

Mánudaga til fimmtudags 15:00-22:00
Föstudaga 15:00-20:00
Laugardaga 09:00-20:00
Sunnudaga 09:00-20:00

Golfhermar

Hraunkot er með tvo Foresight Hawk golfherma af fullkomnustu gerð í notkun. Hægt er að leika 25 velli og verður fleiri bætt við þegar fram í sækir. Hermarnir henta sérstaklega vel með golfkennslu þar sem kylfingar geta fengið nákvæma greiningu á öllum þáttum golfsveiflunnar annaðhvort með golfkennara eða án hans. Hægt er að panta tíma á netinu hér eða í síma 565-3361.

Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.

Verðskrá

Klukkustundin kostar 4.200 krónur

Keilisfélagar fá 20% afslátt eftir klukkan 14:00
Keilisfélagar fá 30% afslátt fyrir klukkan 14:00
Eldri borgarar 67+ fá 40% afslátt fyrir klukkan 14:00

Nú er hægt að spara með því að kaupa klippikort, kortin innihalda 12-18 eða 24 hálftíma skipti í golfhermana.

12*30 min kostar 20.000 kr.- eða 4.000 kr.- á klst
18*30 min kostar 34.200 kr.- eða 3.800 kr.- á klst
24*30 min kostar 43.200 kr.- eða 3.600 kr.- á klst

Tilvalið fyrir spilahópa sem vilja eiga sinn fasta tíma í golfhermunum, hægt er að panta fastan tíma í allan vetur í síma 5653361.

Fjórir kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur. Neðar hér á síðunni má sjá þá golfvelli sem í boði eru.