Hraunkot

Í Hraunkoti er glæsileg heilsárs æfingaaðstaða. Hægt er að slá bolta utandyra allt árið um kring úr upphituðum básum inn á upplýst æfingasvæði. Stórt svæði er tileinkað stutta spilinu utandyra en einnig er hægt að æfa pútt og styttri vipp innandyra.

Golfhermar af nýjustu kynslóð eru uppsettir í Hraunkoti og er aðgangur að þeim opinn öllum.

Opnunartími

Nú er Hraunkot orðið mannlaust og verður einungis hægt að versla bolta beint úr boltavélunum

Hægt er að versla boltakort í golfverslun Keilis milli 8:00-16:00. Seinna meir verður hægt að versla beint úr GolfMore appinu

Æfingaskýlin eru opin alla daga allan sólarhringinn, kveikt er á flóðsljósunum til klukkan 23:00 alla daga vikunnar

Golfhermar

Hraunkot er með tvo Foresight Hawk golfherma af fullkomnustu gerð í notkun. Hægt er að leika 25 velli og verður fleiri bætt við þegar fram í sækir. Hermarnir henta sérstaklega vel með golfkennslu þar sem kylfingar geta fengið nákvæma greiningu á öllum þáttum golfsveiflunnar annaðhvort með golfkennara eða án hans. Hægt er að panta tíma á netinu hér

Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.

Verðskrá

Klukkustundin kostar 3.500 krónur fyrir klukkan 14:00 alla virka daga

Klukkustundin kostar 4.200 krónur eftir klukkan 14:00 alla virka daga og um helgar