Hraunkot
Í Hraunkoti er glæsileg heilsárs æfingaaðstaða. Hægt er að slá bolta utandyra allt árið um kring úr upphituðum básum inn á upplýst æfingasvæði. Stórt svæði er tileinkað stutta spilinu utandyra en einnig er hægt að æfa pútt og styttri vipp innandyra.
Golfhermar af nýjustu kynslóð eru uppsettir í Hraunkoti og er aðgangur að þeim opinn öllum.
Sími í Hraunkoti er 565-3361
Verðskrá
SILFURKORT
Silfurkort kostar 3.550 kr, inniheldur 311 bolta og fylgja 17 boltar frítt með.
GULLKORT
Gullkort kostar 5.700 kr, inniheldur 524 bolta og fylgja 53 boltar frítt með.
PLATÍNUKORT
Platínukort kostar 11.400 kr, inniheldur 1143 bolta og fylgja 212 boltar frítt með.
DEMANTSKORT
Demantskort kostar 28.500 kr, inniheldur 2978 bolta og fylgja 662 boltar frítt með.
Opnunartími
Sumaropnunartími afgreiðslu Hraunkots
(byrjar 1. maí)
Æfingaskýlin eru opin alla daga frá kl. 09:00 . Gamla skýlið er opið allan sólarhringinn, en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum.
Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00
Föstudaga 12:00-20:00
Laugardaga 09:00-20:00
Sunnudaga 09:00-21:00
Þegar mót eru er opnað klukkutíma fyrir fyrsta rástíma.
Vetraropnunartími afgreiðslu Hraunkots
(byrjar 1. september)
Æfingaskýlin eru opin frá kl.10:00 en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum.
Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00
Föstudaga 12:00-19:00
Laugardaga 10:00-19:00
Sunnudaga 10:00-20:00
Minnum á ef kylfingar eru ekki með boltakort í Hraunkot, þá má nota allar myntir og seðla til að kaupa bolta í boltavélunum. Einnig er hægt að versla token í golfskála Keilis.
Golfhermar
Hraunkot tók nú á dögunum tvo Foresight Hawk golfherma af fullkomnustu gerð í notkun. Hægt er að leika 25 velli og verður fleiri bætt við þegar fram í sækir. Hermarnir henta sérstaklega vel með golfkennslu þar sem kylfingar geta fengið nákvæma greiningu á öllum þáttum golfsveiflunnar annaðhvort með golfkennara eða án hans. Hægt er að panta tíma á netinu hér eða í síma 565-3361.
Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.
Verðskrá
Klukkustundin kostar 4.200 krónur
Keilisfélagar fá 20% afslátt eftir klukkan 14:00
Keilisfélagar fá 30% afslátt fyrir klukkan 14:00
Eldri borgarar 67+ fá 40% afslátt fyrir klukkan 14:00
Nú er hægt að spara með því að kaupa klippikort, kortin innihalda 12-18 eða 24 hálftíma skipti í golfhermana.
12*30 min kostar 20.000 kr.- eða 4.000 kr.- á klst
18*30 min kostar 34.200 kr.- eða 3.800 kr.- á klst
24*30 min kostar 43.200 kr.- eða 3.600 kr.- á klst
Tilvalið fyrir spilahópa sem vilja eiga sinn fasta tíma í golfhermunum, hægt er að panta fastan tíma í allan vetur í síma 5653361.
Fjórir kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur. Neðar hér á síðunni má sjá þá golfvelli sem í boði eru.