Nýir félagar í Keili

Ágæti Keilisfélagi, velkomin/n í Golfklúbbinn Keili

NÝJAR DAGSETNINGAR FYRIR NÁMSKEIÐ FYRIR NÝJA FÉLAGA KEILIS ERU TILBÚNAR.

SKRÁNING ER HÉR FYRIR NEÐAN EÐA Á NETFANGIÐ Kalli@keilir.is

Keilir hefur það á stefnuskrá sinni að taka vel á móti öllum nýjum félögum og sjá til þess að þeim standi til boða nauðsynleg fræðsla og þjálfun í golfleiknum.

Við bjóðum þér því að skrá þig á golfnámskeið fyrir nýja félagsmenn Keilis í hægra forminu hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um innihald námskeiðsins ásamt umgengnisreglum Keilis er að finna fyrir neðan formið.

Sért þú ekki meðlimur í Golfklúbbnum Keili, þá getur þú sótt um aðild í vinstra forminu hér fyrir neðan.

Umsókn í Golfklúbbinn Keili

  Námskeið fyrir nýja félaga hjá Golfklúbbnum Keili 2023

  Umgengnisreglur

  Eftirfarandi umgengnisreglur gilda á golfvöllum Keilis og er eftirlitsmönnum golfklúbbsins gert að fylgja þeim eftir:

  • Kylfingar skulu alltaf vera snyrtilegir til fara.
  • Halda skal uppi eðlilegum leikhraða
  • Ef sýnilegt er að holl haldi niðri leikhraða svo að auð braut sé fyrir framan hollið og það ber ekki árangur að þeir bæti leikhraðann og vinni upp auða bilið, má að gefnu tilefni vísa hollinu af leikinni braut yfir á næsta teig.
  • Kylfingar skulu ganga snyrtilega um golfvöllinn, setja torfur í kylfuför og gera við boltaför á flötum.

  Eftirlitsmenn hafa heimild til að vísa kylfingum af golfvellinum fari þeir ekki að settum reglum.

  Stjórn Golfklúbbsins Keilis