Kvennastarf

Íslandsmót golfklúbba  1. og 2. deildar kvenna 50 + fyrir árið 2019 verður haldið í Golfklúbbi Öndverðanes dagana 16-18. ágúst.

Við val á öldungarsveitinni verður stuðst við eftirfarandi viðmiðunarmót: 

 

Keilir                   Opna Ping mótið                             1. hringur

Keilir                     Meistaramót Keilis 2019             3. hringir 

Keilir                     Kvennamót Keilis                            3. hringir (eigin vali á tímabilinu frá maí til 30. júní)

 

Fjórir hringir af sjö gilda.                                                                         

 

Sex kylfingar leika sig sjálfkrafa inn í liðið  og er fyrirkomulagið punktar án forgjafar.

Íþróttastjóri ásamt liðstjóra velja síðan þrjá kylfinga til viðbótar.  Fjöldi kylfinga í sveitinni eru níu manns.  

Liðin verða tilkynnt mánudaginn 15. júlí 2019.

 

 

 

Bestu kveðjur,

Karl Ómar Karlsson

Íþróttastjóri Keilis