Barna og ungmennastarf Keilis

Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag og uppfyllir þær gæðakröfur ÍSÍ um barna- og ungmennastarf.

Þjálfarar Keilis eru menntaðir PGA golfþjálfarar og hafa mikla og góða reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum.

Fjölbreytileiki skal vera sem mestur, áhersla er lögð á félagsstarf og þjálfun skal vera skipulögð og markviss til að geta skapað börnum og unglingum færi á því að vera kylfingar alla ævi. Það er gaman að vera kylfingur og leika golf.

Hægt er að æfa golf í ellefu mánuði á ári. Starfið skiptist í sumar- og vetrarstarf. Vetrarstarf hefst í byrjun nóvember og er til loka maí, en sumarstarf hefst um leið og skóla lýkur og er til loka september.

Í október eru engar æfingar í gangi.

Æfingar fara fram í Hraunkoti sem er æfingasvæði golfklúbbsins eða á Sveinskotsvelli sem er níu holu golfvöllur.

Hægt er að hafa samband við íþróttastjóra GK fyrir nánari upplýsingar um starfið.

Tímabil 2018/19

Golftímabilið 2018-2019

  • Hlé er gert á æfingum frá 24. sept. til 30. okt. 2018
  • Æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 31. október samkvæmt æfingatöflu
  • Jólaleyfi frá 17. des. til 8. janúar
  • Æfingaferð Keilis er 28. mars til 4. apríl
  • Páskaleyfi er 12. apríl til 22. apríl
  • Sumaræfingataflan tekur gildi 11. júní 2019 eða um leið og skóla lýkur.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra kerfið á https://keilir.felog.is/

Hafnarfjarðarbær veitir stuðning til barna og unglinga vegna íþróttaiðkunar hjá Keili.

Nánari upplýsingar veitir Karl Ómar Íþróttastjóri Keilis á netfangið kalli@keilir.is     

Kynningarfundur um barna- og ungmennastarfið fyrir foreldra/forráðamenn verður mánudaginn 5. nóvember kl. 19:00 á 2. hæð í Hraunkoti.

*Æfingaferð Keilis 2019
er fyrirhuguð 28. mars. til 4. apríl 2019 til Costa Ballena á Spáni.

Allir þeir kylfingar sem hafa leikið á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni eða á Áskorendamótaröðinni keppnistímabilið 2018 geta farið í ferðina.

Golfæfingataflan gildir 26. ágúst til 20. sept.

Æfingagjald barna og ungmenna 2018-2019

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra kerfið á https://keilir.felog.is/

Hafnarfjarðarbær veitir stuðning til barna og unglinga vegna íþróttaiðkunar hjá Keili.

Hægt er að hafa samband við Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóra Keilis, fyrir nánari upplýsingar um starfið.