Barna og ungmennastarf Keilis

Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag og uppfyllir þær gæðakröfur ÍSÍ um barna- og ungmennastarf.

Þjálfarar Keilis eru menntaðir PGA golfþjálfarar og hafa mikla og góða reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum.

Fjölbreytileiki skal vera sem mestur, áhersla er lögð á félagsstarf og þjálfun skal vera skipulögð og markviss til að geta skapað börnum og unglingum færi á því að vera kylfingar alla ævi. Það er gaman að vera kylfingur og leika golf.

Hægt er að æfa golf í ellefu mánuði á ári. Starfið skiptist í sumar- og vetrarstarf. Vetrarstarf hefst í byrjun nóvember og er til loka maí, en sumarstarf hefst um leið og skóla lýkur og er til loka september.

Í október eru engar æfingar í gangi.

Æfingar fara fram í Hraunkoti sem er æfingasvæði golfklúbbsins eða á Sveinskotsvelli sem er níu holu golfvöllur.

Hægt er að hafa samband við íþróttastjóra GK fyrir nánari upplýsingar um starfið.

Upplýsingar um tímabilið  2019/20

Golftímabilið 2019-2020

ÆFINGAR ALLT ÁRIÐ

         Hefjast í nóv. 2019 og eru til 20. september 2020

         Æfingargjald er 48.000 kr.-

 • Æfingar eru 3-4x í viku
 • Er félagi í golfklúbbnum Keili og á golf.is
 • Boltakort eða boltapeningur frá Hraunkoti
 • Er með aðild að Sveinskotsvelli á tímabilinu *
 • 15 % afslátt af vörum frá 66gN.
 • Golfmótaröð barna og unglinga á sumrin
 • Hraunkot, mánaðarmót á veturna
 • Meistaramót Keilis fyrir börn og unglinga

           

ÆFINGAR Á SUMRIN       

              Hefjast í júní og er til 20. sept. 2020

           Æfingargjald 28.000 kr.-

 • Æfingar eru 2-3x í viku
 • Er félagi í golfklúbbnum Keili
 • Er með aðild að Sveinskotsvelli á tímabilinu *
 • Golfmótaröð barna og unglinga á sumrin
 • Meistaramót Keilis fyrir börn og unglinga

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra kerfið á https://keilir.felog.is/

Hafnarfjarðarbær veitir stuðning til barna og unglinga vegna íþróttaiðkunar hjá Keili.

Nánari upplýsingar veitir Karl Ómar Íþróttastjóri Keilis á netfangið kalli@keilir.is    

*Allir sem eru með forgjöf 54 og lægra þurfa að greiða árgjald að upphæð 28.225 kr.- til að leika á Hvaleyrarvelli sumarið 2020 ef áhugi er fyrir hendi.

 

 • Vetraræfingataflan gildir frá 6. nóv. til 7. júní
 • Jólaleyfi frá 13. des. 2019 til 7. janúar 2020
 • Páskaleyfi apríl til 21.apríl 2020
 • Æfingarferð Keilis er 13. til 20. apríl 2020
 • Sumaræfingartaflan tekur gildi 8. júní 2020
 • Hlé er gert á æfingum frá 20. sept. til 6.nóv. 2020

Allir þeir kylfingar sem hafa leikið á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni eða á Áskorendamótaröðinni keppnistímabilið 2019 geta farið í ferðina.

Golfæfingataflan gildir 26. ágúst til 20. sept.

Æfingargjald barna og ungmenna 2019-2020

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra kerfið á https://keilir.felog.is/

Hafnarfjarðarbær veitir stuðning til barna og unglinga vegna íþróttaiðkunar hjá Keili.

Hægt er að hafa samband við Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóra Keilis, fyrir nánari upplýsingar um starfið.