Íþróttastarf barna og ungmenna hjá Golfklúbbnum Keili  2024

FÉLAGS- og ÆFINGAGJALD hjá Keili

65.000 kr.- fyrir börn í 4. bekk og yngri

85.000 kr.- fyrir ungmenni í 5. bekk og eldri

SKRÁNING og GREIÐSLA fer fram á sportabler

Hægt er að nota FRÍSTUNDAÁVÍSUNINA frá HAFNARFJARÐARBÆ, Kópavogi og Garðabæ eða Reykjavík

ALLAR UPPLÝSINGAR veitir Karl Ómar (Kalli) íþróttastjóri Keilis á netfangið Kalli@keilir.is

Hvað er innifalið í félags- og æfingagjaldinu?

Íþróttastarf fyrir 10 ára og yngri  (4. bekkur og yngri)

Foreldrar geta ráðið því á hvaða dögum börnin sín æfa golf á virkum dögum yfir vetrartímann*

Æfingar fyrir þau yngri eru á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 15:00 eða kl. 16:00

Hægt er að nota FRÍSTUNDABÍLINN fyrir börn í 1.-4. bekk til að keyra á golfæfingar

Æfingar eru 2x í viku, fer eftir tímabilum

*Æfingatafla íþróttastarfs Keilis breytist á sumrin

 Hlé er á golfæfingum í desember

Íþróttastarf fyrir 11 ára og eldri (5. bekkur og eldri)

Æft er samkvæmt æfingatöflu sem hægt er að skoða inn á Sportabler

Ef æfingatími hentar ekki þá er hægt að komast á æfingar hjá öðrum hópum sem að hentar

Æfingar eru 2-4x i viku eftir tímabilum

Hlé er gert á golfæfingum í október ár hvert

Að vera FÉLAGI í Golfklúbbnum Keili

Félagsnúmer Keilis í  GOLFBOX appinu frá GSÍ

GOLFMORE APP fyrir þau sem eru dugleg að æfa aukalega í Hraunkoti

Er með fulla aðild að Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli á tímabilinu*

15 % afsláttur af vörum í verslun 66°Norður í Miðhrauninu

Golfmótaröð fyrir börn og unglinga á sumrin

Meistaramót Keilis fyrir börn og unglinga

Eitthvað óvænt á hverju tímabili

         

Til athugunar

Skilyrði er að félags- og æfingagjöld séu greidd í upphafi vetrartímabils (fyrir 18. febrúar 2024) og er greiðsla forsenda fyrir þátttöku á golfæfingar Keilis.

* til að leika á Hvaleyrarvelli sumarið 2024 verður viðkomandi að vera með 53 í forgjöf.

Hafnarfjarðarbær veitir STUÐNING TIL ALLRA BARNA OG UNGLINGA frá 6 til 18 ára vegna íþróttaiðkunar hjá Keili.

Facebook síða barna og ungmennastarf Keilis heitir KEILIR ÆFINGAHÓPUR.

Skráning og greiðsla fer fram á Sportabler

 Skráningar opna 1. janúar 2024