Afreksstarf
Golfklúbburinn Keilir stefnir að því að vera með þjálfun í fremstu röð í Íslensku golfi. Við bjóðum upp á þjálfun einstaklinga og æfingahópa í öllum þáttum leiksins og stefnum á stöðugar bætingar allt árið um kring.
Þeir sem teljast hluti af afreksstarfi Keilis eru þeir sem eru hluti af æfingahópum Keilis og keppa á mótaröðum GSÍ fyrir hönd Keilis í flokkum 15-18 ára, 19-23 ára og meistaraflokka.
Þjálfun í Afreksstarfi Keilis fylgir þremur tímabilum, Utan, Undirbúnings og Keppnistímabilum en þjálfarar leggja mismunandi áherslur í þjálfun kylfinga eftir þessum tímabilum til þess að hámarka árangur yfir Íslenska keppnistímabilið.
Með því að mæta á æfingar hjá golfklúbbnum Keili fær iðkandi heildræna þjálfun með reynslumiklum og menntuðum þjálfurum sem skilar hámarks árangri innan sem utan vallar.