Afreksstarf

Hjá Golfklúbbnum Keili er afreksstarf er nefnist Team Keilir, hugmyndafræði varðandi alla afreksstarfsemi hjá Golfklúbbnum Keili

Þjálfari: Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis SPGA golfkennari

Þrekþjálfari: Hjörtur Hinriksson

Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson

Íþróttasálfræðingur: Hrönn Árnadóttir

SAMVINNA – TRAUST – SKIPULAG – EFTIRFYLGNI

Uppbygging afreksþjálfunar á að vera gagnrýnið, uppbyggilegt og umfram allt gagnlegt fyrir alla aðila sem að afreksstarfinu koma.

UNDIRSTÖÐUÞÆTTIR

„Golf er framkvæmd undirstöðuatriða“

  • Geta er framkvæmd undirstöðuþátta leiksins í tengslum við líkamlega-, sálfræðilega- og félagslega þætti.

LEIKFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR

„Það eru undirstöðuatriðin sem skila árangri”

  • Leikfræðilegur árangur ræðst af leikskilningi kylfingsins og færni hans í undirstöðuþáttum leiksins.

LÍKAMLEGIR ÞÆTTIR

„Líkaminn er verkfæri íþróttamannsins”

  • Enginn kylfingur með metnað, ætti að vanmeta það að vera í góðu formi.
  • Allir ættu að sjá það í hendi sér hve mikilvægir þessir þættir eru fyrir afrekskylfinginn eða hinn almenna kylfing.

SÁLFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR

„Eftir höfðinu stjórnast útlimirnir”

  • Áhugi – metnaður og vinnusemi er forsenda að getu og betri árangri

FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR

„Virðing – kurteisi – gaman”

  • Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
  • Mikilvægt er að geta sett sig í spor annarra.
  • Hafðu áhrif á aðra og umhverfi þitt.

Kvenna- og karlasveit Keilis keppnistímabilið 2023

Við val í karla- og kvennasveitina gildir eftirfarandi á þessum viðmiðunarmótum.

19.-21. maí                            GL Akranesi/GSÍ mótaröðin (1)

2.-4. júní                               GS á Suðurnesjum/GSÍ mótaröðin (2)

6.-9. júlí                                  Meistaramót Keilis 2023

21.-23. júlí                              Íslandsmót í holukeppni GB

Meðaltal skor frá sex bestu golfhringum gilda.                                              

Íslandsmót golfklúbba  1. deild karla og kvenna verður haldið 27.-29. júlí á Akureyri og á Suðurnesjum

Fjórir kylfingar geta leika sig inn í liðin með því að vera með lægsta meðalskorið frá sex bestu golfhringjunum.

Íþróttastjóri ásamt þjálfurum Keilis velja síðan fjóra kylfinga til viðbótar.

Þjálfarar áskilja sér rétt til breytinga á viðmiðunarreglunum sérstaklega ef nægur fjöldi kylfinga nær ekki að taka þátt í viðmiðunarmótunum.

Fjöldi kylfinga í hverri sveit eru átta kylfingar.

#Ef kylfingar eru jafnir um að leika sig inn í liðið verður Íslandsmótið í holukeppni í júlí  síðasta mótið til viðmiðunar.

Liðin verða tilkynnt fljótlega eftir meistaramót Keilis.