Veitingaþjónusta í hjarta Hvaleyrarinnar

Golfskáli Keilis er vel staðsettur með fallegt útsýni yfir báða golfvelli golfklúbbsins. Um veitingasöluna sér Hrefna Helgadóttir (hrefna@keilir.is) en boðið er upp á matseðil með heitum mat ásamt kaffi, kökum og smurðu brauði.
Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla, erfidrykkja eða ferminga. Eins er hann hentugur fyrir fundi og námskeið. Salurinn tekur um 90  manns í sæti. Hægt er að kaupa allar tegundir veitinga á staðnum.

Veitingaþjónusta

Veitingaþjónusta

Það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk í veitingasölu Keilis.

Leiga á sal

Leiga á sal

Skálinn er laus til leigu utan sumartíma, þ.e frá 1. október til 20. apríl. Um útleigu sér Hrefna en hægt er að ná í hana í síma 866-8998 eða á netfanginu hrefna@keilir.is til að kanna lausa daga.