Eldri kylfingar Keilis

Kvenna- og karlasveit eldri kylfinga Keilis keppnistímabilið 2021

Valið í KARLAsveitina verður með eftirfarandi sniði.

Golfklúbburinn Keilir sendir átta kylfinga í sveitakeppni 50+ í Borgarnesi dagana 19. – 21. ágúst 2021.

Viðmiðunarmót við val í liðið eru:  Öldungamótaröðinni hjá  LEK, Íslandsmót 50+ og Meistaramóti Keilis.

Mótin eru sem hér segir.

1) 30. maí. GK 18 holur

2) 05. júní. GL 18 holur

3) 06. júní. GHR 18 holur

4) 26. júní. GKB 18 holur

5) 27. júní. GG 18 holur

6) 04. – 10. júlí. Meistaramót Keilis 54 – 72 holur.

7) 15. – 17. júlí. Íslandsmót 50+ GV 54 holur.

Hægt er að spila sig inn í liðið sem hér segir.

1) Fjórir efstu Keilismenn, þar sem 6 bestu 18 holur hringir (miðað við par vallar) telja úr ofangreindum mótum. Ef spilað er á hvítum teigum í meistaramóti Keilis dragast 2 högg frá höggafjölda leikmanns til að gæta samræmis við keppendur af gulum teigum per 18 holur.

2) Verðlaunahafar í Meistaramóti Keilis í öldungaflokki 50+ í karlaflokki (topp 3 sætin) vinna sér rétt til að spila með liðinu í Borgarnesi.*

3) Allir sem ná topp 12 í Íslandsmótinu í golfi 50+ í Vestmannaeyjum vinna sér rétt til að spila með liðinu í Borgarnesi.

Liðsstjóri velur svo leikmenn til að fylla upp í þessi 8 sæta ef ekki næst að fylla þau samkv ofangreindum skilyrðum.

*Ef upp kemur staða að liðsstjóri finnst styrkleiki mótsins í Öldungaflokki Keilis 50+ (meistaramótið) vera minni eða meiri en hann reiknar með, getur hann tilkynnt þremur dögum fyrir mót að aðeins 2 eða 4 leikmenn spili sig inn í liðið úr því móti. Mat liðsstjóra á styrkleika mótsins ræður því.

Viðmiðunarmótin hjá KONUM eru eftirfarandi:

      4.-10. júlí                           Meistaramót Keilis 2021  (þrír hringir)

     maí – 30. júní                    Kvennamót Keilis  (þrír hringir)    

Fjórir hringir af sex gilda.

                                                                 

Íslandsmót golfklúbba  1. og 2. deildar kvenna 50 + verður haldið 19.-21. ágúst hjá GSG/Golfklúbbi Sandgerðis

Sex kylfingar leika sig inn í liðið. Íþróttastjóri ásamt liðstjóra velja síðan þrjá kylfinga til viðbótar.  Fjöldi kylfinga í sveitinni eru níu.

 

Kveðja,

Karl Ómar Karlsson Íþróttastjóri Keilis