Eldri kylfingar Keilis

Vegna breytinga á vali Landsliðs öldunga 50+ munu engar áherslur vera á LEK mótaröðina við val á liðum öldunga Keilis heldur munu ákveðin mót gilda.

Valið í sveitina verður með eftirfarandi sniði.

Þrír kylfingar leika sig inn sjálfkrafa í liðið  og er fyrirkomulagið punktar án forgjafar, liðstjóri kemur til með að velja sex kylfinga.

Viðmiðunarmótin eru eftirfarandi:

      3. júní                         Opna Ping mótið. 

      Í júní                           Æfingahringur á Hvaleyrinni

     8.-14. júlí                    Meistaramót Keilis 2018

     19.-22.júlí                    Íslandsmót eldri kylfinga  (Oddur).

 

Samtals fimm bestu hringirnir, punktar án forgjafar verða látnir ráða.

 

Liðin verða tilkynnt fljótlega eftir Landsmót eldri kylfinga í júlí

 

Íslandsmót golfklúbba fyrir eldri kylfinga og verður 17.-19. ágúst. Leikið verður í Grindavík 1. deild kk og á Akureyri 1. deild kvk.