Eldri kylfingar Keilis

Kvenna- og karlasveit eldri kylfinga Keilis keppnistímabilið 2020

Valið í kvennasveitina verður með eftirfarandi sniði.

Viðmiðunarmótin hjá konum eru eftirfarandi:

      31. maí                               Opna Ping mótið á Hvaleyrinni   (einn hringur)

      5.-11. júlí                           Meistaramót Keilis 2020  (þrír hringir)

     maí – 30. júní                   Kvennamót Keilis (þrír hringir)      

Fjórir hringir af sjö gilda.

                                                                 

Íslandsmót golfklúbba  1. og 2. deildar kvenna 50 + verður haldið 20.-22. ágúst hjá  Golfklúbbi Vestmannaeyja.

Sex kylfingar leika sig inn í liðið. Íþróttastjóri ásamt liðstjóra velja síðan þrjá kylfinga til viðbótar.  Fjöldi kylfinga í sveitinni eru níu.

Íslandsmót golfklúbba  1. deild karla 50 + verður haldið 20.-22. ágúst hjá  Golfklúbbi Akureyrar

Við val í karlasveitina gildir eftirfarandi:

  • Að hafa tekið þátt í a.m.k. tveimur LEK mótum á keppnistímabilinu.
  • Taka þátt í meistaramóti Keilis 2020.

Fjórir bestu hringirnir af sex hringjum gilda.

Íþróttastjóri velur ásamt liðstjóra í liðið. Hjá körlunum verða valdir 7 kylfingar auk þess sem að spilandi  liðstjóri verður.

Liðin verða tilkynnt  20. júlí 2020.

 

Kveðja,

Karl Ómar Karlsson Íþróttastjóri Keilis