13/05/2016

Ronan Rafferty snýr aftur á Hvaleyrina

Ronan Rafferty snýr aftur á Hvaleyrina

Nú á mánudaginn mun gamall Keilisvinur snúa aftur á Hvaleyrarvöll, í þetta sinn ekki til að leika golf heldur til að láta gott af sér leiða til afrekskylfinga okkar. Rafferty mun halda fyrirlestur í Hraunkoti fyrir afrekskylfinga GSÍ og fjallar erindi hans um líf sem atvinnumaður í golfi og leiðin að takmarkinu.

108-0809_IMG

Ronan Rafferty er mörgum kylfingum vel kunnur, hann hefur unnið alls 11 mót sem atvinnumaður, endað efstur á Volvo Order of Merit og leikið í Ryder liði Evrópu. Enn það var árið 1989 á Belfry vellinum þegar Bandaríkin og Evrópa skildu jöfn 14-14. Í dag starfar Rafferty sem sérfræðingur í golflýsingum og við ýmis opinber tækifæri við að kynna golf.
108-0816_IMG

Rafferty lék í Canon mótinu á Hvaleyarvelli 2001 ásamt Reitief Goosen, í tilefni komu hans hefur Keilir bætt mótinu við á YouTube rás sína í fullri lengd og má nálgast myndbandið hér:

https://www.youtube.com/watch?v=zibYsltSwhw

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla