Hraunkot hélt sitt árlega áramótapúttmót á gamlársdag. Dagurinn var frábær og tókst mjög vel. 150 manns komu og skráðu sig til leiks, en fyrirkomulagið var þannig að spilaðir voru tveir 18. holu hringir og gildi sá betri. Einnig var haldinn sérstök vippkeppni til styrktar unglingastarfi Keilis og þökkum við þeim sem tóku þátt í henni fyrir þáttökuna. Stöðugur straumur af fólki var allan daginn og myndaðist oft biðröð við 1. teig. Veitt voru verðlaun fyrir sæti 1-3 í púttkeppninni og einnig voru veitt verðlaun fyrir flesta ása, flesta tvista og flesta þrista. Golfklúbburinn Keilir þakkar fyrir skemmtilegan dag og óskar öllum kylfingum farsældar á nýju ári. Helstu úrslit urðu þessi:

Púttkeppni
1. sæti   Ólafur Andri Davíðsson     f/14  s/12 samtals 26
2. sæti   Hilmar Eiríksson                f/13 s/13   samtals 26
3. sæti   Birgir Vestmar Björnsson f/15 s/12   samtals 27

Aukaverðlaun
Flestir ásar        Ólafur Andri Davíðsson
Flestir tvistar    Daníel Freyr Ólafsson
Flestir þristar    Auður Björt Skúladóttir

Sigurvegarinn í áramótapútti Hraunkots 2013

Biðröð á 1. teig

Það var oft þröngt í kotinu

Það var þétt á teppinu.

Einnig á bílastæðinu