Þessi braut er stutt og liggur í lykkju í kringum hraunklett sem getur truflað teighöggið. Nauðsynlegt er að koma teighögginu á braut og óvitlaust að slá með járnkylfu af þessum teig. Ekki er þó allt kálið sopið efitr gott teighögg því mjög erfitt er að hitta flötina sem er handan við “sprunguna” svokölluðu. Aftan við flötina er grashóll en þess utan er hraunið.