Brautin er í hundslöpp til vinstri og fremur mjó og hallar öll frá hægri til vinstri í átt að vallarmörkunum. Betra er að vera hægra megin í teighögginu en þó ekki of mikið því röffið er erfitt. Fyrir högglengri spilara eru tvær glompur hægra megin brautar ógnandi. Vinstra megin er hættulegt röff með mikið af stórgrýti. Flötin er nokkuð djúp og umsetin þremur mjög erfiðum glompum. Handan flatarinnar er brött brekka sem endar utan vallar svo ekki er gott að vera of sterkur í innáhögginu.