Á áttundi holunni í “Hrauninu” leynast hætturnar fyrst og fremst í kringum flötina og flötin sjálf er ein sú erfiðasta á vellinum. Brautin er nokkuð breið og beggja megin hennar er röffkantur sem stöðvar bolta sem eru á leið í hraunið. Gott er að halda sig hægra megin í teighögginu því innáhöggið er oft þægilegra þaðan. Í kringum flötina er nánast engin braut eða röff, aðeins bert hraunið. Þrír stallar eru á flötinni og talsvert landslag.