23/05/2016

Eimskip gerist styrktaraðili "Yfir hafið og heim"

Eimskip gerist styrktaraðili "Yfir hafið og heim"

Nú á dögunum skrifaði Eimskip undir styrktarsamning við Keili. Eimskip hefur verið og er einn stærsti styrktaraðili að golfi á Íslandi. Samningurinn inniheldur meðal annars heitið á nýju par 3 holunni, verðandi 15 braut sem opnuð verður á næsta ári. Mun holan öðlast heitið „Yfir hafið og heim“ sem er slagorð Eimskips. Eimskip opnaði á dögunum stóra frystigeymslu í Hafnarfjarðarhöfn, Fjarðarfrost og geta kylfingar séð þennan glæsilega vinnustað vel frá teignum á holunni. Við bjóðum Eimskip velkominn í hóp góðra fyrirtækja sem standa vörð um íþróttastarf Keilis.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum