Fyrirtækjakeppni Keilis 2020 fór fram á Hvaleyrinni í dag, mikill áhugi var fyrir mótinu og fylltist mjög snemma í alla rástíma. Eins og síðustu ár var keppti í betri bolta, ræst var út frá 7 til 14 og tóku 86 lið þátt frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Veðrið var eins og best á kosið þó að fyrstu holl hafi fengið að finna fyrir kuldanum þar sem mælarnir sýnu um 2-3°C um morguninn. Keilir þakkar fyrirtækjunum fyrir stuðninginnn og kylfingum fyrir þátttökuna.
Úrslitin úr mótinu eru þessi:
1. Prentmet 48 punktar – Tvær ferðaávísarnir uppí golfferð frá GolfSaga að upphæð 100.000 krónur
2. HANNA Verkfræðistofa 47 punktar – Tvær ferðaávísarnir uppí golfferð frá GolfSaga að upphæð 70.000 krónur
3. Innnes 1 46 punktar – Tvær ferðaávísarnir uppí golfferð frá GolfSaga að upphæð 50.000 krónur
4. Oxus ehf 46 punktar – Tvö innkaupakort frá Fjarðarkaupum að upphæð 25.000 krónur
5. Hafnarfjarðarbær 46 punktar – Tvö 10.000 krónu Gjafabréf hjá Matarkjallaranum
Næstur holu 4. braut Francis Jeremy 1,48m – Aclipen Ferðaávísun frá GolfSaga að upphæð 50.000 krónur
Næstur holu 6. Braut KFC 0.6m – Ferðaávísun frá Vita að upphæð 60.000 krónur
Næstur holu 10. braut Guðbjartur/Egill 0,44m – Ferðaávísun frá Vita að upphæð 60.000 krónur
Næstur holu 15 braut Brynjar Jóhannesson 1,44m – Ferðaávísun frá GolfSaga að upphæð 50.000 krónur
Verðlaunahafar munu fá verðlaun sín sent með e-maili.