Veðrið heldur áfram að stríða okkur.

Fyrsta mót á mótaröð 65+ kylfinga átti að fara fram fimmtudaginn 6. júní en ákveðið hefur verið að fresta mótinu um viku til 13. júní.

Við minnum kylfinga á að rástímaskráning fyrir fimmtudaginn 13. júní hefst klukkan 20:00 föstudaginn 7. júní

Vonandi lýkur þessu kuldakasti á næstunni svo við getum leikið golf án þess að klæðast alpafatnaðinum