Golfhermar

Í Hraunkoti eru tveir TM iO Trackman hermar. TM iO Hermarnir eru nýjung í vörulínunni hjá Trackman og eru þeir sérstaklega hannaðir fyrir innanhúss notkun. TM iO eru staðsettir upp í loftinu sem gerir það að verkum að nákvæmni mælinga er enn meiri. Þessir hermar hafa fengið mjög góða dóma hjá notendum og helstu sérfræðingum í golfhermaheiminum.

Yfir 280 af vinsælustu golfvöllum heimsins eru í kerfinu og mun Hvaleyrarvöllur bætast í hóp þeirra þegar fram líða stundir.

Við að panta tíma á netinu þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.

Verðskrá

Klukkustundin kostar 3.700 krónur fyrir klukkan 14:00 alla virka daga.
Klukkustundin kostar 4.700 krónur eftir klukkan 14:00 alla virka daga og um helgar.