GolfMore
Nú er Hraunkot orðið mannlaust og verður einungis hægt að versla bolta beint úr boltavélunum. Hægt er að versla boltakort í golfverslun Keilis milli 8:00-16:00. Seinna meir verður hægt að versla beint úr GolfMore appinu
Æfingaskýlin eru opin alla daga allan sólarhringinn, kveikt er á flóðsljósunum til klukkan 23:00 alla daga vikunnar.
- Náðu í GolfMore appið með því að skanna QR kóðann hér til hliðar.
- Skráðu þig inn með GolfBox aðganginum þínum eða notaðu netfangið þitt til að stofna nýjan aðgang
- Veldu Kaupa í valmyndinni, svo flokk og klúbb/aðstöðu og svo að lokum velur þú vöru og smellir á „Fylla á“. Síðan greiðir þú með greiðslukorti eða Apple Pay / Google Pay.
- Fylltu fötuna af boltum við boltavélina með því að velja boltavél og fötustærð og velja svo OK á boltavélinni. Smellið á „Dæla núna“ í appinu.