12/12/2018

Guðbjörg endurkjörin formaður á Aðalfundi Keilis

Guðbjörg endurkjörin formaður á Aðalfundi Keilis

Aðalfundur Keilis fór fram í gærkveldi að viðstöddum um 60 manns. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var endurkjörinn formaður Keilis. Í endurkjöri til stjórnar voru Ellý Erlingsdóttir, Guðmundur Örn Óskarsson og Sveinn Sigurbergsson og hlutu þau öll kosningu enda enginn mótframboð. Fyrir í stjórn eru Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Már Sveinbjörnsson

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk ágætlega á árinu 2018. Samstarfssamningur við Golfklúbb Setbergs kemur að fullu inn í uppgjörið á árinu sem sést að hluta í auknum tekjum og útgjöldum. Þónokkur samlegðaráhrif voru í þessu samstarfi og tókst að auka umsvifin án þess að það kallaði á aukna yfirbyggingu. Nýting starfskrafta og búnaðar var því góð.

Tekjur á árinu 2018 voru 242,7 mkr. samanborið við 217,8 mkr. árinu áður. Gjöld voru 219,3 mkr. samanborið við 199,9 mkr. á árinu 2017. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 23,4 mkr. sem er álíka og undanfarin 5 ár að undanskildu 2017 sem skilaði aðeins 17,9 mkr.

Niðurstaða ársins er hagnaður upp á 8,0 mkr. Afskriftir voru á svipuðu róli og undanfarin ár eða um 9,3 mkr. Fjármagnskostnaður lækkaði um 2,5 mkr. milli ára sem má rekja til betri innheimtu félagsgjalda og viðskiptakrafna. Minni þörf var þess vegna á nýtingu skammtímafjármögnunar (yfirdráttar).

Hér fyrir neðan má svo nálgast kynningu á ársreikningi aðalfundar Keilis 2018, sem og ársreikninginn sjálfan.

Einnig má nálgast skýrslu stjórnar með að smella hér.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær