28/01/2016

Keilir árin 1967-1977

Keilir árin 1967-1977

Kæru Keilisfélagar,

Við hjá Keili erum að vinna að ritun á sögu félagsins, þar sem aðaláherslan er lögð á fyrstu 10 ár félagsins s.s árin 1967-1977. Tilefnið er 50 ára afmæli klúbbsins á árinu 2017. Þetta voru miklir umbrotatímar hjá félaginu og má segja að þessir frumkvöðlar okkar hafi átt í hálfgerðu „stríði“ við kotbændur Hvaleyrarinnar (þó í góðu).

Við erum að leita sérstaklega af myndum og að sjálfsögðu líka skemmtilegum sögum frá þessum tíma sem gæti leynst hér í þessum hóp. Myndir af gömlu Hvaleyrinni með kotunum á, eða einhverjar skemmtilegar myndir frá starfinu okkar frá þessum tíma væru því gífurlega vel þegnar.

Hægt er að hafa samband við mig í síma 8964575 eða á netfanginu olithor@keilir.is

Kær kveðja,

Ólafur Þór Ágústsson
Framkvæmdastjóri Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní