16/10/2017

Keilir fagnar heimkomu Axels með móttöku í golfskálanum

Keilir fagnar heimkomu Axels með móttöku í golfskálanum

Golfklúbburinn Keilir ætlar að halda móttöku þriðjudaginn 17. október þar sem tekið verður á móti atvinnukylfingnum Axel Bóassyni. Íslandsmeistarinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í heildarstigakeppninni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem lauk um s.l. helgi. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær slíkum árangri en mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Móttakan hefst kl. 18.00 í golfskála Keilis við Hvaleyrarvöll og eru allir velunnarar, Keilisfélagar og aðrir áhugasamir velkomnir.

Axel endaði í öðru sæti á lokamótinu þar sem að úrslitin réðust í þriggja manna bráðabana. Alls keppti Axel á 20 mótum og sigraði hann á tveimur þeirra. Hann náði að tryggja sér keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni.

Keppnistímabilið er ekki búið hjá Axel því hann tekur þátt á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Árangur Axels á þessu tímabili er áhugaverður. Hann sigraði eins og áður segir á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á ferlinum á heimavelli í júlí og hann sigraði einnig á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast