08/11/2017

Nýr starfskraftur í Hraunkot

Nýr starfskraftur í Hraunkot

Keilir hefur tekið í notkun tvo Robota til að týna æfingabolta og slá grasið á  æfingarsvæðinu okkar. Tækninni fleygir fram og að sjálfsögðu tökum við þátt í þróuninni. Vélarnar koma frá Belrobotics og standa þeir mjög framarlega í þróun sláttuvéla og týnsluvéla fyrir golfæfingasvæði. Vélarnar eru algjörlega sjálfvirkar og skila boltunum beint í sölukerfið í Hraunkoti án þess að mannshendin komi þar við sögu, ásamt því að slá svæðið. Þessar vélar hafa verið í notkun síðan 2007 við góða orðstír og sala hefur aukist til muna á tækninni um allan heim. Þetta mun skila sér í mun snyrtilegra æfingasvæði og koma í veg fyrir boltaleysi. Vélarnar hafa að sjálfsögðu fengið nafn til að aðgreina þær frá öðrum starfskröftum í Hraunkoti og munu þær hljóta nafngiftina Sigursteinn fyrsti og Sigursteinn annar  og mynda þær teymið „SS“. Notkunin verðu ekki mikil nú í vetur enn við gerum ráð fyrir að sjá vélarnar strita allan sólarhringinn næsta sumar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær