23/05/2018

Nýr vefur golf.is á morgunn

Nýr vefur golf.is á morgunn

Nýr vefur golf.is verður opnaður á morgun 24. maí. Vefurinn er hannaður þannig að hann stillir sig sjálfvirkt af fyrir þau tæki sem birta hann og hentar vefurinn því jafnvel til skoðunar á borðtölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum. Þetta er afar mikilvægt þar sem sífellt stærri hópur kylfinga styðst eingöngu við snjallsíma við leit að rástímum og skráningu á skori.

Þótt vefurinn opni á morgun verður hann þróaður áfram og verður í mótun næstu vikur og mánuði. Ábendingar frá ykkur um það sem betur má fara eru því afar vel þegnar. Sendið inn hugmyndir eða ábendingar á vefur@golf.is

Áhersla er lögð á að auðvelda skráningu í rástíma og gefst nú kylfingum kostur á að bæta við golf vinum sem auðveldar skráningu í rástíma og að finna ritara. Kylfingar senda vinabeiðni og ef hún er samþykkt geta þeir skráð viðkomandi með sér í rástíma og finna hann alltaf sem ritara þegar þarf að samþykkja skorkort.

Með bestu kveðju,

Tölvunefnd GSÍ

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum