15/06/2017

Sjálfboðaliða vantar á Íslandsmótið í golfi

Sjálfboðaliða vantar á Íslandsmótið í golfi

Dagana 20-23. júlí næstkomandi verður haldið á Hvaleyrarvelli Íslandsmót í golfi 2017.

Það er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Keili og þar með talið alla Keilisfélaga að vera falið að halda stærsta mót sumarsins.

Til að halda svona mót þarf Keilir á sjálfboðaliðum að halda til fjölmargra starfa meðan á mótinu stendur. Það vantar framverði, skorskráningafólk, aðstoð við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klst og laugardag og sunnudag um 2,5 klst.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt í þessu stóra verkefni að skrá sig með því að smella hér.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 24/09/2025
    Vinna hafin við nýtt teigasett á 9. holu Sveinskotsvallar
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag