Þórdís Geirsdóttir og Daníel Ísak Steinarsson eru klúbbmeistarar Keilis árið 2021 en Meistaramótinu lauk á Hvaleyrarvelli í kvöld. Tókst þeim að leika gott golf þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður í sunnanáttum síðustu daga.

Þórdís lék á 313 höggum og sigraði örugglega en Inga Lilja Hilmarsdóttir kom næst á 337 höggum. Sigur Daníels var einnig öruggur en hann tók afgerandi forystu strax á fyrsta keppnisdegi þegar hann setti stórkostlegt vallarmet. Notaði þá einungis 62 högg og var á níu höggum undir pari vallarins. Daníel lauk leik á 274 höggum og var á samtals tíu undir pari. Sigraði hann með ellefu högga mun en Axel Bóasson varð annar á 285 höggum.

Daníel var sá eini sem lék samtals undir pari í Meistaramótinu að þessu sinni en hann varð klúbbmeistari í annað sinn. Vann hann einnig árið 2019 og hefur því unnið tvívegis á þremur árum. Þórdís hefur nítján sinnum orðið klúbbmeistari á glæsilegum ferli en síðast hafði hún unnið árið 2018.

Í 1. flokki sigruðu þau Anna Snædís Sigmarsdóttir á 321 höggi og Atli Már Grétarsson á 300 höggum sléttum. Arna Steinsen og Róbert Karl Segatta léku best í 2. flokki, Arna á 356 höggum og Róbert á 333 höggum en aðeins munaði einu höggi á honum og Sveini Ómari Sveinssyni. Í 3. flokki notuðu þau Ólöf Baldursdóttir og Jóhann Adolf Oddgeirsson fæst högg. Ólöf var á 387 höggum og Jóhann á 348 höggum.

Keppendur í flokkum 50-64 ára luku einnig leik í dag en léku fyrstu þrjá hringina fyrr í vikunni. Birna Bjarnþórsdóttir sigraði á 378 höggum og Ásgeir Jón Guðbjartsson á 297 höggum. Sama fyrirkomulag var hjá 13-15 ára og 16-18 ára. Lilja Dís Hjörleifsdóttir á 332 höggum og Markús Marelsson á 294 höggum sigruðu í flokki 13-15 ára. Nína Kristín Gunnarsdóttir og Tómas Hugi Ásgeirsson sigruðu í flokki 16-18 ára, Nína á 376 höggum og Tómas á 296 höggum.

Aðstæður voru kefjandi eins og áður segir en skor margra keppenda bar keim af því. Sólin var hlédræg meðan á mótinu stóð og vindurinn hafði töluverð áhrif á spilamennsku kylfinga. Mótið gekk engu að síður vel fyrir sig og var fjölmennt eins og síðustu ár.

Ekki er hrist fram úr erminni að halda Meistaramótið með stæl eins og starfsfólk Keilis og klúbbmeðlimir hafa metnað til að gera. Er því vert að færa starfsfólki þakkir sem og öllum þeim sjálfboðaliðum sem koma að mótshaldinu með einum eða öðrum hætti. Völlurinn var í góðu ásigkomulagi þökk sé vallarstarfsmönnum sem lögðu nótt við dag til að svo mætti verða.

Um leið og Keilir þakkar keppendum fyrir þátttökuna eru öllum verðlaunahöfum sendar innilegar hamingjuóskir.

Meðfylgjandi eru úrslit í Meistaramóti Keilis 2021 þar sem þrír efstu kylfingarnir í hverjum flokki eru nefndir. Öll úrslit eru aðgengileg á golf.is eins og vera ber.

Meistaraflokkur karla
1 Daníel Ísak Steinarsson 274 högg
2 Axel Bóasson 285 högg
3 Henning Darri Þórðarson 296 högg

Meistaraflokkur kvenna
1 Þórdís Geirsdóttir 313 högg
2 Inga Lilja Hilmarsdóttir 337 högg
3 Marianna Ulriksen 342 högg

1 flokkur karla
1 Atli Már Grétarsson 300 högg
2 Árni Geir Ómarsson 304 högg
3 Benedikt Árni Harðarson 311 högg

1 flokkur kvenna
1 Anna Snædís Sigmarsdóttir 321 högg
2 Kristín Sigurbergsdóttir 322 högg
3 Jóna Karen Þorbjörnsdóttir 323 högg

2 flokkur karla
1 Róbert Karl Segatta 333 högg
2 Sveinn Ómar Sveinsson 334 högg
3 Bjarki Sigurðsson 335 högg

2 flokkur kvenna
1 Arna Katrín Steinsen 356 högg
2 Heiðrún Jóhannsdóttir 366 högg
3 Matthildur Helgadóttir 367 högg

3 flokkur karla
1 Jóhann Adolf Oddgeirsson 348 högg
2 Friðleifur Kr Friðleifsson 354 högg
3 Ásgeir Örvar Stefánsson 357 högg

3 flokkur kvenna
1 Ólöf Baldursdóttir 387 högg
2 Sigrún Einardóttir 396 högg
3 Unnur Sæmundsdóttir 399 högg

50-64 ára karlar
Höggleikur
1 Ásgeir Jón Guðbjartsson 297högg
2 Sigurður Aðalsteinsson 299  högg
3 Halldór Ásgrímur Ingólfsson 304 högg

Punktar
1 Sigurður Aðalsteinsson 116 punktar
2 Ingvar Kristinsson 114 punktar
3 Bjarni Þór Gunnlaugsson 109 punktar

50-64 ára konur
Höggleikur
1 Birna Bjarnþórsdóttir 378 högg
2 Sigríður Jensdóttir 379 högg
3 Halldóra Einarsdóttir 425 högg
Punktar
1 Sigríður Jensdóttir 106 punktar
2 Birna Bjarnþórsdóttir 98 punktar
3 Sigrún Karlsdóttir 91 punktar

4 flokkur karla
Höggleikur
1. Dagur Óli Davíðssson 265 högg
2. Logi Aronsson 270 högg
3. Alfreð Gústaf Maríusson 282 högg
Punktar
1. Dagur Óli Davíðssson 119 punktar
2. Logi Aronsson 113 punktar
3. Benedikt Grétarsson 110 punktar

4 flokkur kvenna
Höggleikur
1. Gunnhildur L Sigurðardóttir 322 högg
2. Guðrún Bjarnadóttir 325 högg
3. Lára Björk Magnúsdóttir 330 högg
Punktar
1. Gunnhildur L Sigurðardóttir 101 punktur
2. Guðrún J Hallgrímsdóttir 100 punktar
3. Guðrún Bjarnadóttir 100 punktar

65-74 ára karlar
Höggleikur
1. Jóhannes Jón Gunnarsson 239 högg
2. Guðmundur Ágúst Guðmundsson 241 högg
3. Axel Þórir Alfreðsson 242 högg
Punktar
1. Guðmundur Ágúst Guðmundsson 119 punktar
2. Hafþór Krisjánsson 114 punktar
3. Jóhannes Jón Gunnarsson 113 punktar

 

65-74 ára konur:
Höggleikur
1. Sólveig Björk Jakobsdóttir 280 högg
2. Guðrún Jónsdóttir 286 högg
3. Björk Ingvarsdóttir 294 högg
Punktar
1. Guðrún Jónsdóttir 110 punktar
2. Sólveig Björk Jakobsdóttir 108 punktar
3. Fríða Aðalheiður Sæmundsdóttir 108 punktar

75 ára og eldri karlar
Höggleikur
1. Ágúst Húbertsson 254 högg
2. Hallgrímur Hallgrímsson 259 högg
3. Gunnlaugur Ragnarsson 262 högg
Punktar
1. Eyjólfur Sigurðsson 105 punktar
2. Hallgrímur Hallgrímsson 103 punktar
3. Ágúst Húbertsson 102 punktar

75 ára og eldri konur
Höggleikur
1. Inga Magnúsdóttir 279 högg
2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir 301 högg
3. Bjarney Kristjánsdóttir 303 högg
Punktar
1. Bjarney Kristjánsdóttir 106 punktar
2. Inga Magnúsdóttir 103 punktar
3. Hrafnhildur Þórarinsdóttir 96 punktar

12 ára og yngri strákar
Höggleikur
1. Óliver Elí Björnsson 255 högg
2. Máni Freyr Vigfússon 260 högg
3. Halldór Jóhannsson 265 högg
Punktar
1. Erik Valur Kjartansson 101 punktur
2. Elmar Freyr Hallgrímsson 98 punktar
3. Halldór Jóhannsson 86 punktar

12 ára og yngri stelpur
Höggleikur
1. Ebba Guðríður Ægisdóttir 288 högg
2. Elva María Jónsdóttir 300 högg
3. Tinna Alexía Harðardóttir 338 högg
Punktar
1. Tinna Alexía Harðardóttir 106 punktar
2. Ebba Guðríður Ægisdóttir 100 punktar
3. Elva María Jónsdóttir  99 punktar

13-15 ára strákar
Höggleikur
1. Markús Marelsson 294 högg
2. Hjalti Jóhannesson 306 högg
3. Sören Cole K. Heiðarsson 347 högg
Punktar
1. Sören Cole K. Heiðarsson 121 punktar
2. Markús Marelsson 110 punktar
3. Víkingur Óli Eyjólfsson 107 punktar

13-15 ára stelpur
Höggleikur
1 Lilja Dís Hjörleifsdóttir 332 högg
2 Lára Dís Hjörleifsdóttir 339 högg
3 Ester Amíra Ægisdóttir 351 högg
Punktar
1 Lára Dís Hjörleifsdóttir 115 punktar
2 Lilja Dís Hjörleifsdóttir 114punktar
3 Ester Amíra Ægisdóttir 100 punktar

16-18 ára strákar
Höggleikur
1 Tómas Hugi Ásgeirsson 296 högg
2 Stefán Atli Hjörleifsson 308 högg
3 Brynjar Logi Bjarnþórsson 311 högg
Punktar
1 Þorgeir Snær Gíslason 127 punktar
2 Stefán Atli Hjörleifsson 111 punktar
3 Oddgeir Jóhannsson 108 punktar

16-18 ára stelpur
Höggleikur
1 Nína Kristín Gunnarsdóttir 376 högg
2 Vilborg Erlendsdóttir 397 högg
Punktar
1 Vilborg Erlendsdóttir 106 punktar
2 Nína Kristín Gunnarsdóttir 108 punktar