23/05/2016

Þórdís sigraði á Hellu

Þórdís sigraði á Hellu

Það var enginn  annar enn aldursforsetinn sem stóð sig best á fyrsta Stigamóti ársins sem fram fór á Hellu. Þórdís Geirsdóttir sigraði mótið eftir bráðabana við Kareni Guðnadóttur úr GS.

„Já það er ekki annað hægt en að segja að þessi sigur hafi komið mér á óvart. Það þarf eflaust að leita vel í gögnum á Árbæjarsafninu eftir síðasta sigri mínum á mótaröð þeirra bestu,“ sagði Þórdís Geirsdóttir úr Keili eftir sigur hennar á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni á Strandarvelli á Hellu í dag.

Aðstæður voru prýðilegar á Hellu í dag, sól af og til, hiti um 10 gráður en töluverður vindur var um miðjan dag.

Þórdís og Karen Guðnadóttir úr GS háðu mikla baráttu um sigurinn í ágætu veðri á Strandarvelli. Karen náði um tíma tveggja högga forskoti á Þórdísi en það snérist við á 11. og 12. holu. Þórdís jafnaði við Karen og þær voru jafnar eftir 54 holur. Úrslitin réðust í bráðabana þar sem 10. hola Strandarvallar var leikinn. Þar gerði Þórdís engin mistök og fékk fugl og það dugði til sigur.

Þórdís lék á 18 höggum yfir pari vallar (76-74-78) en skor keppenda má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Karen var efst fyrir lokahringinn og hafði þá tveggja högga forskot á Ingunni Einarsdóttur, GKG, Þórdísi Geirsdóttur, GK, og Berglindi Björnsdóttur, GR. Berglind endaði í þriðja sæti  á 22 höggum yfir pari.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla