14/03/2018

Viltu eyða sumrinu á líflegum og skemmtilegum vinnustað.

Viltu eyða sumrinu á líflegum og skemmtilegum vinnustað.

Golfklúbburinn Keilir auglýsir eftir fólki í sumarstörf. Keilir er einn fremsti golfvöllur landsins og leitar af öflugu og áhugasömu fólki til að ganga til liðs við sterka og góða liðsheild.

Móttaka/golfvöruverslun
Óskum eftir starfsmanni til að vinna í golfvöruverslun/móttöku í golfskálanum. Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og gott viðmót. Golfverslun er opin frá 08:00-21:00 alla daga vikunar frá c.a 1. Maí til 30. September. Unnið er á þrískiptum vöktum.

Golfvöllur
Leitum að duglegum starfskröftum til viðhalds á golfvöllum Keilis. Fjölbreytilegt og skemmtilegt starf í góða veðrinu í sumar. Ráðningartími breytilegur eftir stöðu umsækjanda. Jafnvel hægt að byrja strax. Vinnutími frá 06:00-14:00.

Eftirlit á golfvelli
Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á golfíþróttinni, reglum hennar og hafa góða þjónustulund. Unnið er á vöktum frá 15:00-21:00 alla virka daga og frá 08:00-18:00 um helgar. Starfinu skipta með sér 4-5 einstaklingar og vinna viku í senn. Hentar mjög vel eldra fólki sem vill njóta skemtilegs félagsskapar með félagsmönnum og gestum Keilis.

Umsóknir eru sendar á keilir@keilir.is til og með 15. apríl. Óskað er eftir ferilsskrá með meðmælum og kynningarbréfi.

Nánari upplýsingar veita:
Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri (s. 8964575) vegna Eftirlit og Móttaka. Bjarni Þór Hannesson Vallarstjóri vegna golfvöllur (s. 6168405)

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær