Verið velkomin á Sveinskotsvöll
Hola 1
1 braut er ekki löng en leynir oft á sér. Brautin hallar öll frá manni af teig og því oft á tíðum ráð að taka kylfu minna en maður heldur. Tvær sandgryfjur taka vel á móti flestum boltum sem fara yfir flötina.
Hola 2
Eina par 4 holan á vellinum. Best er að halda upphafshögginu vinstra megin því hár kargi og myndarlegur garður er hægra megin við brautina. Brautin er öll upp í móti og spilast því lengri en lengdin gefur til kynna. Mikið landslag er í flötinni og mikilvægt að staðsetja sig rétt í innáhögginu. 2 pútt verður að teljast afbragðs gott á þessari holu.