19/03/2014

Héraðsdómaranámskeið

Héraðsdómaranámskeið

Mikilvægt er að allir golfklúbbar hafi yfir dómurum að ráða og því nauðsynlegt að efla áhuga félagsmanna á mikilvægi þess að hafa menntaða golfdómara.

Héraðsdómaranámskeiðin fara fram með sama hætti og í fyrra að haldnir eru 4 fyrirlestrar þar sem farið er í ákveðnar reglur á hverju námskeiði og síðan er prófdagur þar sem farið er almennt yfir störf dómara auk prófsins. Hægt er að velja úr tveimur mismunandi prófdögum.

1. fyrirlestur: mánudaginn 24. mars kl. 19:00 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15
2. fyrirlestur: miðvikudaginn 26. mars kl. 19:00 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20
3. fyrirlestur: þriðjudaginn 1. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25
4. fyrirlestur: fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28

Fyrra próf og lokafyrirlestur: þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:00 – 22:00. Störf dómara og próf

Síðara próf og lokafyrirlestur: laugardaginn 12. apríl kl. 10:00 – 13:00. Störf dómara og próf

(ath. að hægt er að velja að taka próf 8. apríl eða 12. apríl)
Allir fyrirlestrar og prófin verða haldin í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Skráning er í netfangið domaranefnd@golf.is og eins er hægt að hringja á skrifstofu GSÍ 514-4050 og skrá sig. Skráningafrestur fyrir héraðsdómaranámskeiðið er til hádegis mánudaginn 24. mars.

Dómaranefnd

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum