03/04/2014

Keilir býður framhaldsskólanemum á æfingasvæðið

Keilir býður framhaldsskólanemum á æfingasvæðið

 

Golfklúbburinn Keilir hefur ákveðið að bjóða framhaldsskólanemum sem eru í verkfalli að koma á æfingasvæði Keilis á meðan verkfalli stendur. Með þessu vill Keilir sýna samfélagslega ábyrgð og styðja þolendur verkfalls. Nemendur geta komið virka daga á milli 09:00 – 12:00 í afgreiðslu Hraunkots og nýtt sér æfingasvæði Keilis. Hver nemandi getur fengið 1 token sem samsvarar 600 kr og æft sig að slá. Hraunkot getur lánað þeim nemendum kylfur ef þeir eiga ekki slíkan búnað. Einnig stendur til boða að koma inn og nýtta sér glæsilega inniaðstöðu Hraunkots. Golfklúbburinn Keilir hvetur alla nemendur til að nýta sér þetta tækifæri og sérstaklega eru nýliðar velkomnir. Þá er bara að mæta og slá í gegn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði