07/04/2014

Úrslit úr sunnudagsmóti FJ

Úrslit úr sunnudagsmóti FJ

Þá er púttmótaröð FootJoy og Hraunkots lokið. Síðasta mótið var sunnudaginn 06. apríl og gekk að sjálfsögðu vel. 30 sprækir púttarar mættu og freistuðust til að næla sér í verðlaun frá FootJoy og Hraunkoti. Það voru haldinn 4. mót og er stefnan sett á að gera eins á næsta ári, enda gekk þetta mjög vel og allir ánægðir með mótin. Við viljum þakka Íslensk/Ameríska sem er umboðsaðili á Íslandi fyrir FootJoy vörurnar kærlega fyrir stuðninginn á þessum mótum. Einnig þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í mótaröðinni þetta árið fyrir og vonumst til að sjá alla aftur á næsta ári. Úrslit urðu svo eftirfarandi:

1. sæti Gísli Sveinbergsson         27 pútt (15-12)
2. sæti  Aron Atli Bergmann      28 pútt (16_12)
3. sæti  Keisarinn                        28 pútt (15-13)
4. sæti  Atli Már Grétarsson     30 pútt (15-15)
5. sæti  Orri Bergmann              31 pútt (16-15)
6. sæti  Vikar Jónasson              31 pútt (13-18)
Aukaverðlaun fyrir 20. sæti  Sæmundur Melsted

Við viljum svo minna á glæsilegt páskamót Hraunkots sem verður haldið um páskana og verður nánar auglýst fljótlega.


                Sigurvegarinn Gísli Sveinbergsson


Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin