16/06/2014

Jónsmessan 2014

Jónsmessan 2014

Þá er komið að einu vinsælasta golfmóti sem fer fram ár hvert. Jónsmessan verður haldin næstkomandi laugardag. Keppnisfyrirkomulag: Tveggja manna scramble. Karlar leika af gulum teigum, konur af rauðum. Mótið er 18 holur og hefst kl: 17:00 ræst er út af öllum teigum. Hámarks forgjöf hvers leikmanns er 34. Forgjöf liðs er samanlögð forgjöf leikmanna deilt með 5. Trúbador mætir á svæðið og kemur stuðinu í gang. Skráning er hafin í golfverslun Keilis. Eingöngu er skráð í mótið í golfvöruverslun Keilis í síma 565 3360 eða netfanginu budin@keilir.is. Þátttökugjald er kr. 8.000.- á lið (4.000 kr. pr. mann). Innifalið: Grill að loknum leik ásamt glasi af léttvíni.
Aldurstakmark er 18 ár.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla