Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis 2023 verður haldinn miðvikudaginn 6. desember nk. í Golfskála Keilis

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 19:30

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
4. Lagabreyting (engar breytingar) – stjórnarkjör
5. Stjórnarkosning
6. Kosning endurskoðanda
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2024
9. Önnur mál

Stjórn Golfklúbbsins Keilis

Samkvæmt 8. grein laga Keilis þá skal sjórn kjörin á Aðalfundi.

Stjórn Keilis skipa sjö félagsmenn. Stjórnin skal kosin á aðalfundi. Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára, þrír hvert ár.  Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu Keilis eigi síðar en viku fyrir aðalfund.