Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ mætti í heimsókn  í gær og var með kynningu á landsliðsmálum GSÍ fyrir unga og efnilega kylfinga í hæfileikamótun Keilis.

Hann fór í gegnum hvað þeir bestu eru að gera varðandi eigin þjálfun, fjallaði um  tölfræði og hvernig bæta má leikskipulagið sitt ásamt fleiri atriðum.

Að lokum endaði Óli fyrirlesturinn með að vera með púttæfingu fyrir allan hópinn.

Íþróttastjóri Keilis vill að lokum þakka kærlega fyrir öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að hæfileikamótuninni komu.

Einn hluti af hæfileikamótuninni er eftir og er það “EITTHVAÐ ÓVÆNT” í lokin. Þar verður hugsað sem mest um félagslega þáttinn og verður hann kynntur fljótlega.