15/12/2015

Árgjöld 2016

Árgjöld 2016

Á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis sem haldinn var 10. desember s.l. var samþykkt fjárhagsáætlun stjórnar klúbbsins. Áætlunin byggir á gjaldskrá sem jafnframt var lögð fram á fundinum. Með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum er niðurstaða stjórnar eftirfarandi.

Miðað við núverandi aldurssamsetningu félagsmanna, liggur fyrir að fjölga þarf fullgreiðandi félagsmönnum og jafnframt að ná fram fjölgun meðal ungs fólks. Stjórnin samþykkir að aldurshópurinn 27-70 ára greiði fullt gjald. Aðrir aldurshópar greiði hlutfall af fullu gjaldi eins og kynnt var á aðalfundi.

Í stað þess að færa aldurshópinn 67-70 ára  í fullgreiðandi hópinn strax á árinu 2016 samþykkir stjórnin eftirfarandi aðlögun á næstu þremur árum:

2016
67-70 ára 80% af fullu gjaldi
71-74 ára 80% af fullu gjaldi
75 ára       +70% af fullu gjaldi

2017

67-70 ára  90% af fullu gjaldi
71-74 ára  75% af fullu gjaldi
75 ára      +60% af fullu gjaldi

2018

67-70 ára  100% af fullu gjaldi
71-74 ára    75% af fulllu gjaldi
75 ára       +50% af fullu gjaldi

Samþykkt gjaldskrá fyrir Hvaleyrarvöll árið 2016:

Hópur 0 – 18 ára             22.750kr (25% af fullu gjaldi)
Hópur 19-26 ára             45.500kr (50% af fullu gjaldi)
Hópur 27-66 ára             91.000kr (fullt gjald)
Hópur 67-70 ára             72.800kr (80% af fullu gjaldi)
Hópur 71-74 ára              72.800kr (80% af fullu gjaldi)
Hópur 75 ára og eldri     63.700kr (70% af fullu gjaldi)

Samþykkt gjaldskrá fyrir Sveinskotsvöll 2016:

Hópur 0 – 18 ára*             12.500kr (25% af fullu gjaldi)
Hópur 19-26 ára             25.000kr (50% af fullu gjaldi)
Hópur 27-66 ára             50.000kr (fullt gjald)
Hópur 67-70 ára             40.000kr (80% af fullu gjaldi)
Hópur 71-74 ára              40.000kr (80% af fullu gjaldi)
Hópur 75 ára og eldri     35.000kr (70% af fullu gjaldi)

*Aldurinn 0-16 ára greiða engin gjöld á Sveinskotsvöll

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 23/06/2025
    Íslandsmót 12 ára og yngri: Fjórar sveitir frá Keili
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025