Eins og flestir kylfingar vita eru golfvellir landsins tiltölulega seinir í gang þetta árið. Unnið er hörðum höndum við að koma Hvaleyrarvelli í stand svo hægt sé að opna. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun hvenær það verður en stefnt er á að tilkynna opnun um miðbik næstu viku.