Axel Bóasson lék á Eccotour í vikunni á hinum frábæra PGA velli í Catalunya í Barcelóna.

Hann lék fyrri hringinn á 79 höggum og þann seinni á 75 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Næstu verkefni hjá Axel er æfingaferð Keilis sem verður á La Sella 29.mars til 7. apríl.

Næsta mót hjá Axel er í apríl á Eccotour.