10/06/2013

Axel hafnaði í 12. sæti í St. Andrews

Axel hafnaði í 12. sæti í St. Andrews

Axel Bóasson úr Keili lauk keppni í 12. sæti á St. Andrews Links Trophy mótinu sem lauk í gær í St. Andrews, Skotlandi. Axel lék hringina fjóra í mótinu á samtals einu höggi yfir pari. Hann lék lokahringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Alls voru leiknar 36 holur í gær og þær lék Axel á einu höggi yfir pari. Englendingurinn Neil Raymond sigraði í mótinu en hann lék samtals á sjö höggum undir pari. Mótið er sterkt áhugamannamót og sigraði Justin Rose m.a. í mótinu árið 1997.

Lokastaðan í mótinu

Heimild:
kylfingur.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar