Axel Bóasson hefur lokið leik á NCAA Sugar Grove Regionals en þeir félagar í Mississippi State hafa oft spilað betur en undanfarna daga. Axel kláraði þrjá hringi á 76, 83 og 84 höggum og endaði liðið hans í 12. sæti af 14 liðum og er því ljóst að þeir fá ekki þátttökurétt á NCAA Championship.

Axel hefur nú lokið sinni þátttöku í Bandaríska háskólagolfinu en hann útskrifaðist einnig í dag og óskum við honum til hamingju með þann áfanga og fylgjumst spennt með framhaldinu!