08/08/2015

Báðar sveitir komnar í undanúrslit..

Báðar sveitir komnar í undanúrslit..

Sveitakeppni GSÍ fer fram á fullu þessa dagana hjá efstu deildum karla og kvenna. Konurnar eru að leika í Keflavík og karlarnir staddir í Borganesi. Bæði lið er að há titilvörn, gengi beggja liða hefur verið gott og leika þær nú þegar þetta er skrifað í undanúrslitum. Með sigri í leikjum sínum nú eftir hádegi komast bæði lið í úrslit um Íslandsmeistaratilinn í þessari vinsælustu keppni afreksfólks í golfi. Í ár kom 66°Norður myndarlega að okkar liðum og gáfu báðum liðum glæsilegan keppnisfatnað. Félagar í Keili þakka kærlega fyrir þennan stuðning við okkar keppnislið. Hér má fylgjast með karlaliðinu og hér með stelpunum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 24/09/2025
    Vinna hafin við nýtt teigasett á 9. holu Sveinskotsvallar