Nú líður að lokamótinu okkar á Hvaleyrarvelli. Samkvæmt hefð er það Bændaglíman sem háð verður 2. október. Þáttakendum er skipt í tvö lið og leika þau fyrir hönd bænda sinna. Örlítil breyting er á leikfyrirkomulagi þetta árið en spilað verður tveggja manna Texas Scramble, tilvalið keppnisform til þess að hlægja saman og hafa gaman. Að sjálfsögðu verður veitingavagninn á ferðinni úti á velli með heitt kakó og smá bragðbætandi útí..

Að móti loknu verður svo slegið upp í heljarinnar grillveislu að hætti Brynju. Trúbador mætir á svæðið og tekur nokkur vel valin lög. Þáttökugjald er einungis 5500 og hvetjum við alla keilisfélaga að taka þátt í þessu skemmtilega móti
Skráning í síma 565-3360 og keilir@keilir.is