20/09/2017

Bændaglíman í 50 ár

Bændaglíman í 50 ár

Þá styttist í lokamótið okkar á Hvaleyrarvelli, enn samkvæmt hefð er það Bændaglíman sem háð verður og núna í 50. skiptið. Þáttakendum er skipt í tvö lið og leika þau fyrir hönd bænda sinna. Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi, fjórir í liði. Er þetta tilvalið keppnisform til að hlægja saman og hafa gaman. Eftir mótið verður svo slegið uppí heljarinnar grillveislu um kvöldið, Trúbador kemur í heimsókn og gleðin við völd framá nótt. Þáttökugjaldið er einungis 5000 krónur og verður heitt kakó á vellinu með smálitlu bragðbætandi…

Komum saman og klárum golfárið með stæl. Skráning er á golf.is, einungis er hægt að notast við tveggja manna skráningarform á golf.is og biðjum við því þáttakendur að skrá í allt hollið. Nefna liðið til dæmis LIVERPOOL 1 og LIVERPOOL 2. Þá vitum við að þeir vilji mynda eitt lið saman. Ef fólk er stakt eða tvö saman þá er um að gera að skrá sig og sjá til hverjir vilja joina liðið. Einnig er hægt að skrá sig á budin@keilir.is.

Við hefjum leik klukkan 14:00 á öllum teigum, hámarks þáttökufjöldinn er 100 kylfingar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar