Eftir ansi langt hlé munu æfingar hjá börnum og unglingum hefjast aftur mánudaginn 4. maí samkvæmt æfingatöflu.

Keilir hvetur alla til að skoða gögnin vel og vandlega frá heilbrigðisráðherra um takmörkun vegna farsóttar.
Takmörkun á samkomum tekur gildi 4. maí 2020 kl. 00.00 og gildir til 1. júní 2020 kl. 23.59.
 
Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:
 • Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
 • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
 • Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
 • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
 • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
 • Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
Íþróttastarf fullorðinna:
 • Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
 • Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
 • Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
 • Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
 • Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
 • Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
 • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
ÍSÍ hvetur fólk til að skoða öll gögnin vandlega og vera í sambandi ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.

Sóttvarna- og heilbrigðisyfirvöld eru í góðu samstarfi við ÍSÍ og UMFÍ og taka fagnandi ábendingum og fyrirspurnum er varða íþróttastarfið og COVID-19.